Snjóflóð og snjóflóðahætta

Snjóflóð í Önundarfirði.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og hættustig vegna snjóflóða á Flateyri.

Mikill snjór er til fjalla og mikið snjóaði á mánudag og þriðjudag.
Það eru því að myndast nýir vindflekar ofan á snjó sem þegar er lagskiptur.
Nokkur snjóflóð féllu á svæðinu á miðvikudag og fimmtudag í síðustu viku og á sunnudagskvöld féll flóð í Hádegisfjalli í Syðridal við Bolungarvík.

Samtals eru skráð yfir 20 snjóflóð á Vestfjörðum síðustu 10 daga og líklegt er að fleiri eigi eftir að koma í ljós.

Ekki er líklegt að vorið komi alveg á næstunni og gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið á sunnudag en þá gengur í sunnan storm með snjókomu eða slyddu, en síðar hláka um allt land með talsverðri rigningu sunnan og vestan til. Úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hlýnar í veðri, hiti 2 til 7 stig seinnipartinn.

DEILA