Smiðjan – Stærri verslun

Verslunin Smiðjan hóf rekstur á Ísafirði fyrir rúmum fimm árum. Í upphafi var mest áhersla lögð á verkfæri og varahluti og viðhaldsefni fyrir báta og og annan atvinnurekstur.

Síðan hefur vöruúrval stöðugt verið að aukast og nú er verslunin umboðsaðili á Vestfjörðum fyrir fjölmörg fyrirtæki eins og Sindra, Rönning og Byko og er verðið það sama og hjá þessum fyrirtækjum í Reykjavík vegna þess að þau taka þátt í að greiða flutningsgjöldin á vörunum hingað.

Nú í vetur varð um þriðjungs aukning á gólfplássi verslunarinnar (án þess að byggt væri við) og þar eru nú vinnufötin auk útivistarfatnaðar sem stöðugt er að verða meiri fjölbreytni í enda Smiðjan eina verslunin sem er með verulegt úrval af útivistnaðarfatnaði og vinnufötum á Ísafirði.

Núna síðustu dagana hefur einmitt verið að koma inn mikið af vörum frá Helly Hansen.

Smiðjan er opin frá 8:00 – 18:00 á virkum dögum og 10:00 – 14:00 á laugardögum og verslunin er því góður kostur fyrir þá sem vilja versla í heimabyggð.

DEILA