Skólahald með breyttu sniði

Skólahald á Vestfjörðum sem og annars staðar verður með breyttu sniði næstu vikurnar.

Útfærslan er mismunandi eftir skólum.

Foreldrar ættu að fá tilkynningar frá skólunum og eins eru birtar upplýsingar á heimasíðum skólanna sem foreldrar eru hvattir til að kynna sér.

Mikilvægt er að allir fylgist vel með upplýsingum sem koma frá hverri stofnun fyrir sig. Breytingar geta orðið á starfsemi stofnana með stuttum fyrirvara næstu fjórar vikurnar.

Við erum að leggja upp í nýja tíma þar sem mikilvægt er að við stöndum saman og sýnum samfélagslega ábyrgð í því hvernig við heftum útbreiðslu á COVID-19.

Gleymum ekki samheldninni, samstöðinni og umburðarlyndinu, verum hvetjandi í þessum aðstæðum því saman getum við svo margt.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!