Sirrý ÍS: ísprósentan hækkaði við eftirlit

Fiskistofa hefur birt upplýsingar um ísprósentu í lönduðum afla einstakra skipa annars vegar þegar eftirlitsmaður var ekki á vettvangi og hins vegar íshlutfallinu þegar eftirlit var haft með vigtuninni.

Birtar eru mælingar hjá 25 skipum og reyndist íshlutfallið lækka þegar eftirlit var viðhaft hjá 17 skipum. Mest var lækkunin 7% hjá Kristínu GK sem er í eigu Vísis hf í Grindavík. Var ísmagnið 11,87% af afla án eftirlits en lækkaði í 4,79% þegar eftirlitsmenn voru viðstaddir.

Einn Vestfjarðabátur er í mælingum Fiskistofu. Það er Sirrý ÍS í Bolungavík. Afli hennar var 612 tonn og reyndist íshlutfallið vera 12,84% að meðaltali án eftirlits en hækkaði í 13,76% þegar eftirlit var viðhaft.

Mælingarnar voru gerðar á tímabilinu 1. janúar til 29. febrúar 2020.

  • Vegið meðalíshlutfall er íshlutfall vigtunar þegar tekið er tillit til heildarmagns sem vigtað er í öllum vigtunum  frá tilteknu skipi hjá viðkomandi leyfishafa.
  • Þessi tala er borin saman við íshlutfallið þegar eftirlitsmaður er viðstaddur endurvigtun og mismunurinn í prósentustigum er birtur.
Vigtunarleyfishafi: Jakob Valgeir ehf.
Dagsetning löndunar Vegin fisktegund Vegið magn (nettó kg) Veiðiskip: Sirrý (2919)
5.1.2020 Þorskur 13.783 13,05%
8.1.2020 Þorskur 44.722 15,04%
13.1.2020 Þorskur 26.912 15,45%
18.1.2020 Þorskur 74.776 15,02%
20.1.2020 Þorskur 18.249 9,73%
23.1.2020 Þorskur 13.619 18,58%
29.1.2020 Þorskur 89.056 13,76%
3.2.2020 Þorskur 81.913 13,28%
6.2.2020 Þorskur 26.127 14,09%
10.2.2020 Þorskur 58.731 15,84%
14.2.2020 Þorskur 37.687 18,95%
20.2.2020 Þorskur 63.577 0,00%
24.2.2020 Þorskur 63.059 12,58%