Sigurður Grétar Benónýsson gengur til liðs við Vestra

Fyrir helgina skrifaði Sigurður Grétar Benónýsson undir samning við knattspyrnudeild Vestra.

Sigurður, sem hefur verið á mála í Bandaríkjunum, spilaði síðast á Íslandi með ÍBV í Pepsi deildinni. Hann verður 24. ára á árinu og mun koma til landsins í mars og fer með liðinu í æfingaferðina til Spánar þann 27. mars.