Rán

Stuttmyndin Rán eftir Ísfirðinginn Fjölni Baldursson, fjallar um tvítugan strák sem býr úti á landi, Gunnar að nafni. Kærastan hans biður hann að sækja sig í vinnuna yfir í næsta þorp, hann reynir að fá lánaða drossíu föður síns til þess að sækja hana.

Faðir hans neitar honum um bílinn, svo hann stelur bílnum með hjálp bróður síns.
Þegar hann keyrir út úr bænum tekur hann upp í bílinn konu að nafni Rán og þá fara hlutir að gerast sem hann hefur enga stjórn á.

Verkefnið er fjármagnað að mestu úr eigin vasa þátttakenda en meira þarf til og því stendur nú yfir söfnun á Karolinafund (https://www.karolinafund.com/project/view/2792) til að ljúka við fjármögnun.

Þeir sem leggja málefninu lið geta tryggt sér miða á frumsýningu myndarinnar eða mynd eftir Ómar Smára Kristinsson bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar. Einnig er möguleiki á að rökræða við leikstjóra myndarinnar eftir frumsýningu hennar.

Svo er það rúsínan í pylsuendanum! ÞÚ getur valið endinn á myndina.

DEILA