Patreksfjörður: Fjölval lokað fyrir innkomu viðskiptavina

Tilkynning frá versluninni Fjölval á Patreksfirði:

 

Að fenginni ábendingu höfum við ákveðið að loka versluninni Fjölval fyrir innkomu viðskiptavina.

Frá og með morgundeginum verður eingöngu tekið við pöntunum í síma 456-1545 og á netfanginu fjolvalpantanir@gmail.com

 

Svona mun þetta fara fram:

—–Panta þarf fyrir kl. 15.oo til þess að vörur geti borist til kaupanda samdægurs. (best að panta fyrir hádegi)

—– Þeir sem panta í gegnum 456-1545 þurfa að gefa upp kreditkortanúmer í lok pöntunar (ath ekki hægt að greiða með debetkortum)

Þeir sem panta með póstfanginu fjolvalpantanir@gmail.com gefi upp símanúmerið sitt og heimlisfang með pöntuninni, en alls ekki kortaupplýsingar.   Um leið og búið er að taka pöntunina til verður hringt í viðkomandi og kortaupplýsingar teknar niður í gegnum síma. Vinsamlegast verið með kortið við hendina til þess að tefja ekki afgreiðslu.

 

Vefveslunin 60.is mun síðan bætast við í vikunni, en smávægilegir tækni örðugleikar á að láta vefverslunina og bókhaldskerfið tala saman, hafi tafið opnun hennar. Snillingarnir hjá DK eru að leysa það núna.

Við biðjum alla viðskiptavini okkar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kanna að valda þeim.

Við viljum benda á að vörval verður óskert svo lengi sem birgjar geta komið vörum vestur.