Nýtt skip til Flateyrar

Tindur ÍS siglir inn Flateyrarhöfn. Mynd: Páll Önundarson.

Fyrr í dag kom skipið Tindur ÍS 235 til hafnar á Flateyri. Það verður í eigu Vestfisks Flateyri ehf og mun fara á botnfiskveiðar, troll og er fyrirhugað að hefja veiðarnar í næstu viku.

Skipið mun að sögn Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu ehf veiða Byggðastofnunarkvóta Flateyrar og verður líka á sæbjúguveiðum.

Skipstjóri verður Jóhann Elís Runólfsson og fjórir verða í áhöfn að sögn Gunnars þórs Gunnarssonar framkvæmdastjóra Aurora Seafood ehf.

Tindur Ís hét áður áður Helgi SH og flyst með leyfi til sæbjúgnaveiða. Skipið var smíðað 1989 í Skipasmíðastöð Marsellíusar hf á Ísafirði og hét fyrst Þór Pétursson ÞH 50.

DEILA