Námskeið í ræktun matvæla

Fræðslumiðstöðin í samstarfi við Vestfjarðastofu og stéttarfélögin Sameyki, VerkVest og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur býður Vestfirðingum upp á þetta námskeið þeim að kostnaðarlausu.

Á námskeiði verður farið yfir ræktun og umönnun krydd- og matjurta. Upplýsingar um val á fræi og sáningu og hvernig hægt er að fjölga kryddjurtum með græðlingum. Greint er frá hefðbundnum og óhefðbundnum ræktunaraðferðum og áburðargjöf í forræktuninni.

Þátttakendur fá aðgang að lokuðum hópi á Fésbók í viku eftir námskeiðið. Þar mun kennarinn miðla upplýsingum og myndböndum og þátttakendur fá tækifæri til að spyrja og spjalla.

Námskeiðið er kennt í gegnum fjarfundaforritið Zoom. Þátttakendur geta tengst námskeiðinu á sinni eigin tölvu, síma eða snjalltæki, þannig er hægt að taka þátt með einföldum hætti þar sem hverjum hentar.

Kennari:Auður Ottesen.
Tími: Kennt miðvikudaginn 1. apríl 2020 kl. 17:00-18:30.

DEILA