Mikil fækkun sauðfjár- og kúabúa á Vestfjörðum

Kúabúum á Vestfjörðum fækkaði um 30% á 8 árum. Þau voru 30 árið 2009 en 14 árið 2017. Búunum á landinu fækkaði úr 695 í 614 á sama tíma. Fækkunin er um 12%. Fækkun búanna á Vestfjörðum varð því meira en tvöfalt meiri en varða á landsvísu. Hins vegar varð ekki samdráttur í hlut Vestfirsku búanna í heildargreiðslumarkinu.

Hlutfall greiðslumarks mjólkur á Vestfjörðum var 2% af heildargreiðslumarki landsins árið 2018. Það er sama hlutfall og árið 2013. Þar vegur hlutur Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar mest.

Svipuð þróun varð í fjölda sauðfjárbúa. Þau voru 147 árið 2009 en hafði fækkaði í 112 árið 2017. Fækkunin varð 24%. Sauðfjárbúum á landinu fækkaði úr 1688 í 1441 á sama tíma eða um 15%. Hins vegar virðist ekki hafa orðið sama þróun í greiðslumarki innan fjórðungsins.

Hlutfall greiðslumarks sauðfjár á Vestfjörðum var 9% af greiðslumarki alls landsins árið 2018. Það er sama hlutfall og árið 2013. Þar vegur hlutur Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Ísafjarðarbæjar mest.

Þessar upplýsingar koma fram í nýrri stöðugreiningu fyrir Vestfirði sem Byggðastofnun hefur tekið saman og birt. Stofnunin hefur áður birst sambærilegar greiningar og er sú síðasta á undan þeirri nýbirtu frá 2014.

DEILA