„Líðandi stund“ – stafræn skopmyndasýning

Langar þig að tjá þig í gegnum skopmynd?
Verkefnið snýr að því að teikna skopmynd í skopmyndasýningu. Skopmyndasýningin verður svo sýnd á www.reykholar.is og facebooksíðu Reykhólahrepps í næstu viku.

Þar með erum við ekki bara að taka þátt í skemmtilegu verkefni fyrir okkur, heldur líka að krydda tilveruna fyrir alla hina sem eru í sömu aðstæðum og við í þessu samkomubanni.

Skopmyndir eru oft notaðar til að gera hluti sem eru pirrandi, leiðinlegir, venjulegir, óáhugaverðir, hræðilegir o.s.frv. fyndna og skemmtilega. Það er líka hægt að nota skopmyndir til að gera hluti sem ykkur finnst mjög fyndnir enn fyndnari.

Skopmyndir eru oft á tíðum einfaldar teikningar og eins og sjá má til dæmis hjá Hugleiki Dagssyni, það þarf ekki flókna myndlist til að gera skopmyndir. Ef ykkur vantar hugmyndir af hvernig teikningar þið viljið senda frá ykkur þá hvet ég ykkur til að googla.

Þema skopmyndasýningarinnar er ,,LÍÐANDI STUND”.

Það geta allir verið með í skopmyndasýningunni það eina sem þú þarft að gera er að:
– teikna mynd,
– koma henni á stafrænt form (hægt að skanna eða bara taka mynd af teikningunni),
– senda hana á johanna@reykholar.is

Það er ansi margt sem er hægt að gera með blað og blýant að vopni.

DEILA