Landhelgisgæslan flutti vistir í Skjaldfönn

Áhöfnin á TF-GRO flaug með vistir fyrir Indriða Aðalsteinsson bónda á Skjaldfönn í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi. Vegna snjóalaga reyndist ekki unnt að lenda þyrlunni. Sigmanni var því slakað niður og vistunum komið fyrir í björgunarkörfu sem var látin síga úr þyrlunni.

Mikið óveður hefur verið í Skjaldfannardal og komst Indriði ekki út í fjárhús frá sunnudegi og fram á þriðjudag eða hátt í 40 klst og var þá enn illskuveður.

Um margra vikna skeið hefur verið meira og minna ófært landleiðina að Skjaldfönn og var það farið að segja til sín.

Landhelgisgæslan birti myndband um flugið og annað um skoðun snjóalaga.

https://youtu.be/3nlg-2Y2BIw

 

 

https://youtu.be/xUlicZet9U8

DEILA