Körfubolti: Vestri – Skallagrímur í 1. deild karla

Vestri tekur á móti Skallagrími á morgun þriðjudaginn 3. mars kl. 19:15 á Jakanum.
Þetta er frestaður leikur sem upphaflega átti að fara fram í desember.

Strákarnir náðu góðum sigri gegn toppliði Hamars í síðasta leik.

Nú er mikilvægt að halda áfram á sömu braut til að tryggja góða stöðu fyrir úrslitakeppnina.

Vestri er sem stendur í fjórða sæti með 22 stig en Skallagrímur í því sjöunda með 6 stig.

.