Ísafjarðarbær: öllum kröfum bæjarins hafnað í Landsrétti

Landsréttur hafnaði öllum kröfum Ísafjarðarbæjar í máli bæjarins á hendur Orkubúi Vestfjarða ohf varðandi rannsóknar- og virkjunarleyfi Úlfsár í Dagverðardal. Sveitarfélagið hafði tapað málinu í Héraðsdómi Vestfjarða og áfrýjaði til Landsréttar.

Forsagan er að Ísafjarðarbær og AB  fasteignir ehf gerðu með sér samning 24. januar 2018 sem heimilaði AB -fasteignum ehf. að rannsaka vatnasvið og hagkvæmni hugsanlegrar virkjunar í Úlfsá og nýta vatnsréttindi sem Í ætti í ánni til vatnsaflsvirkjunar.

Orkubú Vestfjarða  ohf. höfðaði mál gegn Ísafjarðarbæ og AB-fasteignum ehf. í apríl 2018 og krafðist annars vegar að viðurkennt yrði að allur réttur til virkjunar vatnsafls í Úlfsá í Dagverðardal væri eign Orkubús Vestfjarða  ohf. og hins vegar að samningur sem Í og AB
-fasteignir ehf. gerðu 24. janúar 2018 yrði ógiltur.
Vísaði Orkubú Vestfjarða ohf til þess að 30. desember 1977 var gerður samningur um yfirtöku Orkubús Vestfarða  á rekstri, eignum og skuldum Rafveitu Ísafjarðar. Með samningnum var afhentur allur réttur til virkjunar vatnsafls, jarðhita og fallvatns, sem Í eða rafveitan ætti eða kynni að eiga í löndum kaupstaðarins, rafveitunnar eða annars staðar og kaupstaðurinn kynni að hafa samið um. Næði þetta jafnt til þekktra sem óþekktra r
éttinda. Rituðu samningsaðilar undir afsal í desember 1978.
Héraðsdómur féllst á kröfur Orkubús Vestfjarða ohf.  Ísafjarðarbær áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem kvað upp sinn dóm fyrir skömmu.
Kröfu um sýknun vísað frá
Í dómi Landsréttar var meðal annars vísað til þess að Ísafjarðarbær  hefði kosið að stefna ekki AB-fasteignum ehf. fyrir Landsrétt og kæmi héraðsdómur því ekki til endurskoðunar gagnvart því félagi. Af þeim sökum hefði Ísafjarðarbær  ekki markað áfrýjun sinn þann farveg að dómur yrði lagður á kröfu hans um sýknu af ógildingarkröfu Orkubúi Vestfjarða  ohf. og var þeirri kröfu því vísað frá Landsrétti.
Framsalið 1977 var lögmætt
Þá hafnaði Landsréttur þeim málatilbúnaði Ísafjarðarbæjar  að framsal Ísafjarðarkaupstaðar til Orkubús Vestfjarða  með samningnum 1977 og
afsalinu 1978,  hefði falið í sér óskuldbindandi, ógilda eða ógildanlega ráðstöfun eignarréttar.
Þegar litið væri til þess tilgangs sem lá að baki framsali réttindanna til Orkubúsins  og atvika máls að öðru leyti var þannig ekki talið að framsalið hefði verið í andstöðu við ráðstöfunarheimildir Ísafjarðarkaupstaðar samkvæmt þágildandi sveitarstjórnarlögum nr. 58/1961.
Breyting OV í ohf breytti ekki forsendum
Þá taldi Landsréttur að meðal annars þar sem Í hefði í þágu fjárhagslegra hagsmuna sinna átt virkan þátt í því að koma á breytingum á eignarhaldi Orkubús Vestfjarða  gæti Í ekki byggt á því að það fæli í sér breyttar aðstæður af því tagi sem valdið gætu því á grundvelli reglna um brostnar forsendur að Í yrði leyst undan þeirri skuldbindingu sem fólst í afsali réttindanna til Orkubúsins.
Samningurinn stendur þótt ekki þinglýst
Þá hafnaði rétturinn því einnig að skortur á þinglýsingu eða skráningu hinna
umdeildu réttinda, ákvæði laga nr. 46/1905 um hefð eða tiltekin túlkun á samningi Í
og O gætu leitt til sýknu Í af viðurkenningarkröfu O ohf.
Engar vanefndir
Loks var því hafnað að 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sbr. 6. gr. laga nr. 11/1986, yrði beitt til að víkja samningi Í og O til hliðar enda hefði samningurinn verið að fullu efndur er þetta lagaákvæði tók gildi.
Var dómur héraðsdóms því staðfestur um að viðurkennt væri að allur réttur til virkjunar vatnsafls, fallvatns, í Úlfsá í Dagverðardal væri eign Orkubús Vestfjarða ohf.

Málið dæmdu landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen , Oddný Mjöll Arnardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ræddi málið á síðasta bæjarráðsfundi en gerði engar ályktanir um það.
DEILA