Ísafjarðarbær frestar bæjarstjórnarfundi

454. fundi bæjarstjórnarfundi Ísafjarðarbæjar sem halda átti á morgun, fimmtudaginn 19. mars hefur verið frestað í samráði við alla bæjarfulltrúa. Áætlað er að næsti fundur bæjarstjórnar verði haldinn 2. apríl. Í viðbragðsáætlun Ísafjarðarbæjar er kveðið á um að þegar lýst hefur verið yfir neyðarástandi almannavarna skuli leitað leiða við að halda nefndarfundi með fjarfundabúnaði.

Í tilkynningu á vefsíðu Ísafjarðarbæjar segir að nnnið sé að breytingu á sveitarstjórnarlögum þar sem bætt verði inn í lögin heimild til að tryggja að sveitarstjórn verði starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Er þar m.a. sérstaklega horft til þess að rýmka möguleikann á fjarfundum.

Núverandi heimildir til að halda fjarfundi eru takmarkaðar við miklar fjarlægðir eða erfiðar samgöngur. Því er ekki lögmætt að halda fjarfundi í öðrum tilfellum fyrr en lagabreyting hefur átt sér stað og ráðherra hefur heimilað undanþágu.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!