HVEST : hefur fengið vilyrði fyrir fjármagni til Flateyrar

Húsnæði Heilsugæsu Flateyrar var selt 2019. Mynd: RUV.

Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að með skýrslu Flateyrarnefndarinnar hafi stofnunin fengið vilyrði fyrir auknu fé til að undirbúa nýtt sel á Flateyri. Rekstrarkostnaðurinn, fyrir utan beinan húsnæðiskostnað, hefur ekki verið metinn sérstaklega, meðal annars þar sem hann er hluti af verkefnum lækna, móttökuritara, hjúkrunarfræðinga, stjórnenda og fleiri.

Aðspurður um viðbúnaður HVEST á Suðureyri og í Súðavík og hvort til standi til að auka hann þar segir Gylfi :

„Viðbúnaður á Suðureyri og Súðavík er þannig að þar eru heilsugæslusel sem opin eru einu sinni í viku. Búið er að kaupa bráðabúnað ýmisskonar sem settur verður á hvern stað fyrir sig. Settir verða á næstu dögum talnalásar til að stýra aðgengi að búnaðinum.“

Gylfi segir að aðsókn er að vettvangsliðanámskeiðinu sem auglýst var fyrr í vetur hafi verið góð. Umsóknarfrestur rennur út á föstudaginn, og er enn hægt að sækja um á vef Sjúkraflutningaskólans.

 

DEILA