Hvalárvirkjun: engin athugasemd gerð

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps samþykkti á fundi sínum síðasta fimmtudag að gera ekki athugasemd við breytingu á legu Hvalárlínu, þar sem hún snertir ekki beina hagsmuni Kaldrananeshrepps. „Fyrirhuguð lega Hvalárlínu verður á Ófeigsfjarðarheiði og er ekki þörf á breytingu á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps.“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Þá hafa öll nágrannasveitarfélög Árneshrepps tekið fyrir boðaðar breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna væntanlegrar Hvalárvirkjunar og ekkert þeirra gerir athugasemd við breytingarnar.

Þetta eru Ísafjarðarbær, sem liggur að Árneshreppi að norðan, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð sem eru sunnan og vestan við Árneshrepp.