Heimilt verði að fresta helming af opinberum gjöldum á mánudaginn

Ríkisstjórnin samþykkti í kvöld að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi sem heimilar fyrirtækjum að fresta um mánuð helmingi af greiðslu á tryggingargjaldi og staðgreiðslu opinberra gjalda sem eru á gjalddaga á mánudaginn.

Fram kemur í fréttatilkynningu að þessi aðgerð fresti greiðslu um 22 milljarða króna um mánuð ef fyrirtækin nýta sér hana.

Um tímabundna og almenna einskiptisaðgerð er að ræða og er ætlunin að sögn fjármálaráðherra að nýta tímann næsta mánuðinn til þess að útfæra nýja leið til að tryggja fyrirtækjum í erfiðleikum úrræði til greiðsludreifingar.