Hafsjór af hugmyndum – Íslandssaga

Fiskvinnslan Íslandssaga var stofnuð árið 1999 á Suðureyri við Súgandafjörð. Opnun Vestfjarðaganga árið 1996 skapaði ný sóknarfæri fyrir þorpið sem var skyndilega komið í alfaraleið.  Íslandssaga hóf útflutning á ferskum fiski með flugi og hefur það verið einn af burðarstólpunum frá upphafi. Fyrirtækið hefur einnig þá sérstöðu að 90% af aflanum er veiddur af dagróðrabátum.

Nýsköpun gefur fyrirtækjum forskot og þáttaka í verkefni eins og “Hafsjór af hugmyndum” skila sér inn í samfélögin. Því oft er slagkraftur það eina sem frumkvöðla skortir og geta með smá aur og aðstoð látið hugmyndir sínar verða að veruleika.

Íslandssaga hefur útvegað “Fisherman” hvítfisk frá upphafi en það er spennandi nýsköpunarverkefni í markaðssetning á fiski innanlands.  Þar sannast að samvinna og samstarf fyrirtækjanna í þorpunum eru lykilatriði og ef einum gengur vel gengur öllum vel.

Næsta sóknarfæri á Vestfjörðum er aukin vinnsla á laxi og hefur Íslandssaga framtíðaráform um að nýta sýna haldgóðu þekkingu í vinnslu sjávarfangs í þeirri uppbyggingu.

Í þessu myndbandi er hægt að kynnast starfsemi Íslandssögu: https://www.youtube.com/watch?v=4DR7syAL7Qs

Hér er hægt að kynna sér  nýsköpunarkeppnina og háskólaverkefnið nánar: https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/hafsjor-af-hugmyndum

Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði sem hluti af Sóknaráætlun og er unnið í samstarfi við Vestfjarðastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!