Hafró: ráðleggur 12 þúsund tonna laxeldi í Djúpinu

Fram kemur í kynningu Hafrannsóknarstofnunar , sem nú stendur yfir , að stofnunin ráðleggur að leyft verði að hefja laxeldi í Ísafjarðardjúpi með allt að 12 þúsund tonna heildarlífmassa.  Burðarþolsmatið er 30 þúsund tonn. Stofnunin vill ekki heimila laxeldið innan línu frá Æðey í Ögurnes. Verði notuð 400 gramma seiði megi heildarlífmassinn vera 14 þúsund tonn.

Þá leggur stofnunn til að leyfður verði 2.500 tonna heildarlífmassi í Önundarfirði.

Hafrannsóknarstofnun hefur yfirfarið forsendur sínar í áhættumatslíkaninu og fær nú út að laxveiðiárnar í Djúpinu eru innan 4% áhættuhlutfallsins sem notað hefur verið sem viðmið um hvort stofnunin ráðleggur eldi eða ekki.

DEILA