frönsk kvikmyndahátíð á Ísafirði

Franska kvikmyndahátíðin verðurn haldin í Ísafjarðarbíói, Félagsheimilinu á Suðureyri, Blábankanum á Þingeyri og Menntaskólanum á Ísafirði dagana 14. – 22. mars 2020.

Opnunarmynd hátíðarinnar FAGRA VERÖLD (La bella époque) verður í Ísafjarðarbíó laugardaginn 14. mars kl 17 https://www.af.is/fagra-verold-nicolas-bedos/

Hin margverðlaunaða MYND AF BRENNANDI STÚLKU (Le portrait d´une jeune fille en feu) verður sýnd sama dag kl. 20. https://www.af.is/mynd-af-brennandi-stulku-celine-sciamma/

Sophie Delporte hjá Franska sendiráðinu á Íslandi verður viðstödd sýningarnar og býður upp á veitingar eftir sýningu opnunarmyndarinnar.

Dagana eftir verða sýningar í Menntaskólanum á Ísafirði, í Félagasheimilinu á Suðureyri og í Blábankanum á Þingeyri.

Franska kvikmyndahátíðin var haldin í 20. sinn í Reykjavík fyrr á þessu ári en þetta er í 3. sinn sem hátíðin er haldin á ísafirði og nágrenni.

Það eru Alliance Française í Reykjavík, franska sendiráðið á Íslandi og Bíó Paradís í samstarfi við Institut français sem standa fyrir hátíðinni auk samstarfsaðilanna á Ísafirði og nágrenni.

DEILA