FOSVest búið að semja

Frá Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum skrifaði undir kjarasamninga í nótt og hefur boðuðu verkfalli verið aflýst. Kjarasamningurinn verður kynntur félagsmönnum og fer svo í almenna atkvæðagreiðslu. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar mun liggja fyrir þann 23. mars næstkomandi.

Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.

Meðal helstu atriða kjarasamningsins eru:

 

  • Stytting vinnuvikunnar sem hefur um árabil verið eitt af helstu baráttumálum BSRB. Samkomulagið felur í sér miklar lífsgæðabreytingar og er um tímamóta samkomulag að ræða

 

  • Laun hækka í samræmi við lífkjarasamninginn svokallaða

 

  • Stofnun Félagsmannasjóðs sem felur í sér 80 þúsund króna árlega greiðslu til félagsmanna

 

  • 30 daga orlof fyrir alla
DEILA