Flateyri: ofanflóðavarnir endurmetnar en enginn peningur fyrir höfnina

Varnargarðarnir á Flateyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Ofanflóðanefnd hefur samþykkt að gerð verði úttekt á mögulegum endurbótum á ofanflóðavörum á Flateyri og skoðaðir verði hugsanlegir varnarkostir vegna hafnarinnar. Hefur Verkfræðistofan Verkís verði fengin til verksins. Ofanflóðanefndin mun kosta þessa vinnu.

Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Ísafjarðarbæjar.

Samhliða þesari úttekt mun Veðurstofan endurskoða hættumatið fyrir Flateyri.

Þá segir í bréfi nefndarinnar að til skoðunar sé að skipa hættumatsnefndir eftir gerð varna eins og bæjarráð Ísafjarðarbæjar hafði farið fram á að gerð verði í erindi sínu til Ofanflóðanefndar í janúar.

Nefndin vekur athygli á því að samkvæmt lögum um varnir gegn snjóðflóðum og skriðuföllum ber að nýta fjármuni Ofanflóðasjóðs til þess að verja íbúabyggð og því ekki heimilt að kosta varnir fyrir höfnina.

Bæjarráðið samþykkti að óska eftir stöðu á endurskoðun hættumats fyrir aðrar byggðir í Ísafjarðarbæ.

 

DEILA