Fjölgun um 1 á Vestfjörðum

Íbúum  á Vestfjörðum fjölgaði um einn frá 1. desember 2019 til 1. mars 2020. Íbúar voru 1. mars 2020 orðnir 7.119 en voru 7.118 þann 1. desember 2019. Þann 1. desember 2018 voru íbúarnir 7.064. Fjölgunin síðastliðnu 15 mánuði er 1,1%.

Síðustu 3 mánuði hefur orðið fjölgun á landsvísu um 1200 manns. Hún kemur nánast öll fram á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 917 manns. Á Suðurnesjum fjölgaði um 181 manns þrátt fyrir vaxandi atvinnuleysi þar og á Suðurlandi varð fjölgun um 142.

Á Vestfjörðum varð nánast engin breyting eða fjölgun um 1. Á Norðurlandi fækkaði um 73 og á Austurlandi fjölgaði um 19. Samtals varð fækkun um 53 á þessum svæðum.

Innan Vestfjarða urðu þær breytingar helstar frá 1. desember 2019 að það fjölgaði um 8 manns í Ísafjarðarbæ og fækkaði um jafnmarga í Súðavíkurhreppi. Það fjölgaði um 3 í Vesturbyggð og um 1 í Bolungavík og í Árneshreppi.

Það fækkaði um tvo í Reykhólahreppi og um einn í Tálknafirð og Kaldrananeshreppi. Íbúafjöldinn er óbreyttur í Strandabyggð.

 

DEILA