Covid19 sýking á Vestfjörðum

Skráð hefur verið eitt tilvik um kórónaveirusmit á Vestfjörðum. Sá sem er smitaður af Covid-19 smitaðist á höfðuborgarssvæðinu og sætir einangrun í umdæmi sóttvarnarlæknis á Vesturlandi segir í tilkynningu Lögreglunnar á Vestfjörðum. Heimildir Bæjarins besta herma að viðkomandi hafi verið að koma frá útlöndum.

Í sóttkví eru nú 129 Vestfirðingar. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbirgðisstofnunar Vestfjarða segir að ekkert smit hafi greinst á Vestfjörðum enn sem komið er. Hann segir að stofnunin sé ágætlega búin undir að meðhöndla smit ef til þess kemur. Þó verður frekar að senda erfið tilvik suður frá Patreksfirði þar sem stofnunin þar sé ekki eins vel búin hvað varðar mannafla og tæki.

Skráning smita og fjöldi í sóttkví er ákvarður út frá lögheimili sjúklings en ræðst ekki af því hvar veikindin uppgötvast. Því geta viðkomandi einstaklingar verið staðsettir hér og hvar um landið en ekki endilega á Vestfjörðum.

 

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!