Breyttu fyrirkomulagi um afhendingu lyfja frestað

Í dag átti að taka í gildi ákvörðun Lyfjastofnunar þar sem kveðið var á um að sá sem sækti lyf fyrir annan en sjálfan sig yrði að framvísa skriflegu umboði frá eiganda lyfjaávísunarinnar.

Í ljósi örrar fjölgunar COVID-19 smita er mikilvægt að hægja á eða stöðva ferla sem geta haft aukna smithættu í för með sér. Skriflegt umboð er þess eðlis að aukin hætta er á að veirur berist manna á milli. Því hefur Lyfjastofnun ákveðið að fresta kröfu um skriflegt umboð til 30. mars nk.

Rétt er að geta þess að unnið er að rafrænni framtíðarlausn vegna umboðs við afhendingu lyfja í samráði við Embætti landlæknis.

DEILA