Bolungavík: sundlaugin þrifin

Íþróttamiðstöðin Árbær í Bolungavík er lokuð um þessar mundir vegna Covid19. Ákveðið var að nýta það sem tækifæri til þess að skrúbba, framkvæmda og annarra verkefna. Hér á myndunum er verið að undirbúa sundlaugar kerið fyrir málningu.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungavík segir að starfsfólkið sé ákveðið í að nýta lokunina eins vel og hægt er og „hefur okkar frábæra starfsfólk ráðist í þessi verkefni með jákvæðni og hressleikan að leiðarljósi. Það er náttúrulega hundleiðinlegt að hafa ekki okkar glöðu og ánægðu viðskiptavini alla daga, en við komum sterkari tilbaka með glansandi fínt Musteri fyrir alla.“