Bolungarvík: Nýtt Bifreiðaverkstæði

Bifreiðaverkstæði Guðjóns tók nýlega til starfa í Bolungarvík.
Verkstæðið er í húsi sem bifreiðaverkstæði Vélsmiðju Bolungavíkur var í áður fyrr.

Eigandinn er Guðjón Þórólfsson sem nýlega hefur fengið meistararéttindi í bifvélavirkjun og með honum starfa tveir menn aðrir báðir með langa reynslu af bílaviðgerðum.

Á verkstæðinu er auk allra almennra viðgerða, hægt að fá smurþjónustu, dekkjaviðgerðir og skipti.

Framrúðuskipti eru í boði í samstarfi við TM og Sjóvá ef bíleigandi á bótarétt hjá þeim tryggingafélögum.

Þeir Ísfirðingar sem vilja notfæra sér þjónustu verkstæðisins eiga kost á ókeypis fari á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar á meðan bíllinn er í viðgerð.

Bílgreinasambandið hefur annast úttekt á verkstæðinu og gefið því 3 stjörnur.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!