Blábankinn fékk 2 m.kr.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt breytingu á fjárhagsáætlun 2020 sem færir Blábankanum á Þingeyri 2 m.kr. í auknar fjárveitingar. Þessum kostnaði er mætt með lækkun á ófyrirséðum kostnaði.

Samþykktin er gerð í framhaldi af afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2020 í desember 2019 þar sem samþykkt var tillaga Í listans um viðbótina. Verður þá heildarframlag bæjarsjóðs til Blábankans 3,3 milljónir króna á yfirstandandi ári.

Blábankinn er þróunarmiðstöð verkefni á Þingeyri í tilraunaskyni. Um er að ræða  samstarf bæði einkaðila og opinberra aðila. Við hann er eitt stöðugildi sem deilt er með tveimur starfsmönnum.