Arctic Protein vill setja upp meltutanka

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar var samþykkt að úthluta lóð á hafnarsvæðinu á Patreksfirði undir þrjá meltutanka með þeim fyrirvara að breyta þarf gildandi deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði .

Það er fyrirtækið Arctic Protein ehf. sem sótti um. Hafði fyrst verið samþykkt að úthluta Arctic Protein ehf. lóð undir einn tank við hafnarsvæðið á Patreksfirði. Nú var tekin fyrir breytt umsókn þar sem sótt var um að setja upp þrjá tanka með möguleika á að bæta þeim fjórða við síðar. Tankarnir verða notaðir undir meltu sem er unnin úr fiski og fiskúrgangi.
Sem fyrr segir samþykkti bæjarstjórnin lóð undir þrjá tanka.