Alþingi: spurt um öryggi í jarðgöngum

Jarðgöng, öryggismál og umferðarþjónusta er efni fyrirspurnar sem Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram á dögunum og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra þarf að svara. Spurningarnar eru svona:

  1. Hvernig eru veigamestu þættir öryggismála í jarðgöngum hér á landi skilgreindir?
  2. Eru öryggismál, öryggiseftirlit og umferðarþjónusta í jarðgöngum samræmd?
  3. Hvernig eru aðstæður með tilliti til öryggismála í hverjum og einum jarðgöngum hér á landi?
  4.  Hyggst ráðherra vinna skipulega að úrbótum ef misræmi reynist vera á milli jarðganga hvað varðar mikilvæga öryggisþætti?

 

„Á ferðum mínum gegnum jarðgöng á Vesturlandi, Vestfjörðum og jafnvel Austfjörðum reynast aðstæður og umferðarþjónusta mismunandi hvað þetta varðar. Hvernig stendur á viðvarandi misræmi og ætlar ráðherra að vinna að bragarbótum? Við þessu vil ég gjarnan fá svör en kannski fyrst og fremst umbætur, aukið öryggi fyrir vegfarendur„  segir Guðjón S. Brjánsson

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!