Áfram töluverð hætta á snjóflóðum

Óvenju mikill snjór er nú til fjalla víða um land, t.d. á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi. Norðausturlandi, Austfjörðum og að Fjallabaki.
Snjórinn er lagskiptur og geta leynst veikleikar í honum.

Því ætti fólk að fara mjög varlega á ferð um fjalllendi.

Á föstudag og laugardag mun halda áfram að bæta á snjó í fjöll þegar skil fara yfir landið með úrkomu sem verður líklega rigning víða á láglendi en snjókoma til fjalla.

Mikill snjór er á norðanverðum Vestfjörðum og það bætti verulega á í NA-stórhríð á mánudag og þriðjudag.
Þá féllu snjóflóð víða á svæðinu meðal annars féllu þrjú snjóflóð í sjó fram í innanverðum Súgandafirði og tvö stór snjóflóð féllu í Önundarfirði.

Hætta er á að þessir vindflekar verði áfram óstöðugir fyrir umferð fólks. Suðlægar áttir fram undan með áframhaldandi snjósöfnun í fjöll, en hláka á láglendi á laugardag.