Veirusagan verður skráð

Blaðamannafundir Covid-19 teymisins eru daglega og fylgjast landsmenn vel með því sem þar fer fram. Sjá má og heyra á svokölluðum samfélagsmiðlum að þremenningarnir Víðr, Alma og Þórólfur standa sig vel og njóta trausts.

Jón Atli Játvarðsson, Reykhólum setti fram í vikunni vísu með yfirskriftinni

Háborðið kl. 14.00 klikkar ekki.

 

 

 

Veiru sagan verður skráð
frá vogum upp að fjalli.
Þurfum svör og þiggjum ráð
frá þremur upp á palli.