Vesturbyggð: Vegna fjöl­miðlaum­fjöll­unar um einelti

Vegna frétta­flutn­ings um einelti í stofnun sveit­ar­fé­lagsins vill Vest­ur­byggð koma eftir­far­andi upplýs­ingum á fram­færi.

Patreks­skóli er ein af grunnstofn­unum sveit­ar­fé­lagsins og þar fer fram öflugt og faglegt skólastarf. Við skólann starfa 25 starfs­menn sem sinna störfum sínum af miklum heil­indum og fagleg­heitum, til að tryggja börnum í Vest­ur­byggð fyrsta flokks menntun. Ytra mat á Patreks­skóla var gert árið 2017 að hálfu mennta­mála­ráðu­neyt­isins og unnið hefur verið að nokkrum umbótum. Nú stendur svo yfir vinna við innra mat skólans. Vest­ur­byggð er því ákaf­lega stolt af því góða og mikil­væga starfi sem fer fram í Patreks­skóla.

Vest­ur­byggð lítur einelt­ismál sem upp koma milli starfs­manna sveit­ar­félasins alvar­legum augum og er tekið á slíkum málum í samræmi við viðbragðs­áætlun Vest­ur­byggðar og ákvæði reglu­gerðar um aðgerðir gegn einelti, kynferð­is­legri áreitni, kynd­bund­inni áreitni og ofbeldi á vinnu­stöðum nr. 1009/2015.

Patreks­skóli starfar í samræmi við örygg­is­áætlun skólans, en þar segir að stefna skólans sé að starfs­menn sýni samstarfs­fólki sínu alltaf kurt­eisi og virð­ingu í samskiptum. Einelti og kynferð­isleg áreitni verði undir engum kring­um­stæðum umborin á vinnu­staðnum. Um viðbrögð við tilvikum þar sem upp kemur einelti er farið eftir ákvæðum reglu­gerðar um aðgerðir gegn einelti, kynferð­is­legri áreitni, kynbund­inni áreitni og ofbeldi á vinnu­stöðum.