Vestfiskur Flateyri að hefja starfsemi

Frá Flateyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Nýtt fyrirtæki Vestfiskur Flateyri er að hefja starfsemi á Flateyri.  Það er í eigu Klofnings á Suðureyri, Aurora Seafood ehf, Fiskvinnslunnar  Íslandssögu hf og Atlantic Eagle.

Anton Helgi Guðjónsson, Ísafirði  hefur verið ráðinn til starfa hjá Vestfisk Flateyri og hefur hann nú þegar hafið störf. Helstu verkefni Antons verða að stýra uppbyggingu fyrirtækis á Flateyri sem mun vinna Sæbjúgu og gæludýrafóður úr roði. Þá mun fyrirtækið sjá um að veiða sértækan byggðakvóta Byggðstofnunar vegna Flateyrar og verður með eigið skip til veiðanna. Þau mál skýrast innan tíðar.

Anton mun sjá um rekstur á Vestfisk í Súðavík þegar líður á árið og starfsemin á Flateyri er komin á skrið að sögn Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandsögu.

Óðinn segir að verið sé að ganga frá húsnæðismálum við Artic Fish.

DEILA