Vel sóttur fundur Framsóknarflokksins

Frá fundinum á miðvikudagskvöldið. Myndir: Marzellíus Sveinbjörnsson.

Ráðherrar Framsóknarflokksins  sóttu Vestfirði heim í vikunni og fórru á marga vinnustaði á norðanverðum Vestfjörðum. Meðal annars fóru þeir til Flateyrar og þar varð sá ánægjulegi atburður að Menntamálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir og ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans á Flateyri undirrituðu samning til eins ár sem tryggir starfsemi skólans þann tíma. Vonast til þess að að ári liðnu verði búið að gera langtímasamning milli ríkisins og skólans.

Þá stóð flokkurinn fyrir almennum fundi á Hóteli Ísafirði á miðvikudagskvöldið. Fundurinn var vel sóttir og sagði Marzellíus Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ að um 50 manns hefðu verið á fundinum. Fundarmenn spurðu ráðherrana um helstu hagsmunamál Vestfirðinga svo sem laxeldi og uppbyggingu þess í Djúpinu, raforkuframleiðslu , samgöngumál auk annarra þjóðmála sem falla undir verksvið ráðuneyta flokksins.

Fram kom á fundinum afdráttarlaus stuðningur Framsóknarflokksins við laxeldið og Hvalárvirkjun svo dæmi séu nefnd.

DEILA