Um einelti og fjölskyldumál í Patreksskóla

Í ljósi þess að deila sem ég hef átt við mág minn í nokkur ár er farin að bitna á samstarfsfólki mínu í Patreksskóla og samfélaginu öllu hef ég ákveðið að tjá mig opinberlega um þetta mál.

Aðdragandi málsins er sá að ný sambýliskona hans kemur á Patreksfjörð og byrjar að kenna við Patreksskóla.

Ég verð að viðurkenna að ég lét tilfinningar mínar í garð mágs míns, Gísla Ásgeirssonar, bitna á sambýliskonu hans.

Ég harma það mjög og vildi óska að ég hefði ekki brugðist þannig við.

Einelti hefur ýmsar birtingarmyndir en í þessu tilviki var um að ræða hunsun af minni hálfu. Ég heilsaði henni ekki, ég gekk í burtu þegar hún settist inn á kaffistofuna, ég treysti mér ekki til þess að vera nálægt henni og hafði ekki áhuga á að vera í samskiptum við hana frekar en hún hafði áhuga á að vera í samskiptum við mig.

Nokkrir starfsmenn Patreksskóla tóku fjölskyldudeilur okkar sem smituðust inn á vinnustaðinn nærri sér og tilkynntu málið til eineltisteymis Vesturbyggðar. Vinna eineltisteymisins hófst strax og var öllum verkferlum fylgt sem á að fylgja í slíkum málum.

Í skýslu eineltisteymis segir orðrétt: “Aðspurð segir Guðlaug ekki upplifa framkomu María við sig sem einelti. Hún segist ekki hafa haft samskipti við hana nema á faglegum nótum sem kennari barns Maríu, þau samskipti hafi gengið vel. Að öðru leiti segist hún ekki tala við viðkomandi og hefði ekkert við hana að tala. Hún greinir frá harðri deilu milli sambýlismanns síns og Maríu og segir þá deilu vera ástæðuna fyrir því að hún hafi ekki áhuga á að vera í samskiptum við Maríu.“

Fyrst er rétt að hafa skilgreiningu eineltis á hreinu en hún er eftirfarandi: Einelti er endurtekin háttsemi af hálfu eins eða fleiri.

Ég er sek um að hafa beitt einelti, með því að hunsa.

Ég er ekki stolt af því en gengst við því.

Ég er sek um það að vera mannleg og hafa látið tilfinningar mínar í persónulegu máli stjórna mér á mínum vinnustað.

Í skýslu eineltisteymisins kemur einnig fram að að Guðlaug hafi sagt upp störfum og að ekkert muni gera það að verkum að hún dragi uppsögn sýna til baka.

Skýsla eineltisteymisins er trúnaðargagn sem og allt ferlið og verður því ekki birt opinberlega.

Í maí 2019 kynnti eineltisteymi Vesturbyggðar skýrslu sína fyrir aðilum máls og lokaði málinu. Í nóvember sama ár, átta mánuðum eftir að Guðlaug sagði upp störfum hjá Vesturbyggð óskaði hún eftir því að málið yrði endurskoðað.

Málið var tekið upp að nýju og verkferlar skoðaðir. Ekkert athugavert fannst við skoðun málsins, en endanleg niðurstaða skýrslunnar eru tillögur að úrræðum til útbóta.

Lögfræðingur Guðlaugar lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum að hún hyggist leita réttar sína gagnvart sveitafélaginu.

Í fljótu bragði liggur ekki ljóst fyrir hvað mögulega sé hægt að kæra eða hvort mögulegt sé að leggja fram stjórnsýslukæru þar sem öllum verkferlum í málinu var rétt fylgt eftir og brugðist strax við, né hverju slík kæra ætti að skila.

Einhverjir virðast halda að hægt sé að leggja fram kæru á hendur mér sem séu til þess fallnar að mér verið sagt upp störfum við skólann. Það eru alrangar upplýsingar, ég sinni mínum störfum af heilindum bæði sem kennari og bæjarfulltrúi og hef enga áminningu fengið fyrir mín störf.

Saklaust fólk hefur verið dregið inn hatursfullar umræður og vegið að starfsheiðri þeirra, bæði í Patreksskóla og starfsfólk á skrifstofu Vesturbyggðar sem hefur unnið af miklum heilindum.

Ég hef óskað eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi á meðan á þessum ásökunum stendur, það geri ég svo enginn vafi sé á hver metnaður minn fyrir sveitarfélaginu er.

Atburðir síðastliðinnar viku hafa haft djúpstæð áhrif á mig, eiginmann minn, börnin okkar fjögur og fjölskyldur okkar beggja.

Ég óska Guðlaugu, Gísla og börnum þeirra alls hins besta í framtíðinni um leið og ég vona að þeim árásum sem ég hef orðið fyrir af hálfu Gísla ljúki. Þetta er eftir allt saman mín nánasta fjölskylda sem málið fjallar um.

María Ósk Óskarsdóttir