Tríótónar í Hömrum á fimmtudaginn

Tríó Sírajón sækir Ísafjörð heim undir yfirskriftinni „Tríótónar úr austri og vestri“

fimmtudagurinn 20. febrúar 2020 kl. 20:00 í Hömrum Tríó Sírajón var stofnað á vordögum árið 2010 og hefur haldið fjölmarga tónleika víðsvegar um landið sem og erlendis.

Tríóið skipa:

LaufeySigurðardóttir fiðluleikari,

Einar Jóhannesson klarinettleikari og

Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari.

Gestur: Sigrún Pálmadóttir sópran.

Miðaverð er kr. 3000, en kr. 2000 fyrir eldri borgara og öryrkja.

Aðgangur ókeypis er fyrir skólafólk 20 ára og yngra.