Tímamót í vatnsmálum Bolvíkinga

Frá boruninni síðastliðið sumar. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Næstu daga verða tímamót í vatnsmálum Bolvíkinga. Þá verða neysluvatnsborholur við neðra vatnsbólið í Hlíðardal tengdar við vatnsveituna. Fram til þessa hafa Bolvíkingar notast við yfirborðsvatn og hafa þurft geislatæki til að hreinsa það fyrir notkun.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri sagði í samtali við Bæjarins besta  að vatnið úr tilraunaholunni sem boruð var síðastliðið sumar  gefi mjög gott vatn og í því  mælast engir gerlar. Þá er vatnsmagnið stöðugt. Einnig var í fyrra boruð neysluvatnshola og í dag verður væntanlega hafist handa við að bora aðra neysluvatnsholu og síðan farið í það að tengja holurnar.

Jón Páll vildi ekki slá neinu föstu um það hvort vatnsmagnið yrði nægjanlegt en búast má því að það fari langleiðina.

DEILA