Tálknafjarðarskóli með fjölmenningarhátíð

Tálknafjarðarskóli heldur sína fyrstu fjölmenningarhátíð 3. mars n.k. kl. 15:00.

Tilgangur hátíðarinnar er að fagna fjölbreytileika samfélagsins og kynnast fólki frá öðrum löndum sem hefur valið að setjast að á Vestfjörðum.

Skólinn biðlar til íbúa Tálknafjarðar að leggja skólanum hönd á plóg og taka þátt í verkefninu með þeim. Skólinn hvetur að alla til að mæta á hátíðina en óskar jafnframt eftir því að sem flestir taki virkan þátt og kynni sinn uppruna.

Óskað er eftir aðstoð sem flestra með því að koma með fána, muni, mat og annað sem tengist hinum ýmsu þjóðum. Einnig er fólk hvatt til að mæta í þjóðbúningum eða að hafa þá með til sýnis