Strandabyggð: skólavistunin ókeypis

Skólasetning í Hólmavík. Mynd: Strandir.is

Í Strandabyggð var ákveðið í fyrra að skólavistunin, sem þar heitir skólaskjól, yrði ókeypis. En skv. settri gjaldskrá kostar klst 700 kr. sem ekki er innheimt meðan ákvörðun um gjaldfrjálsa vistun stendur.

Boðið er upp á vistun í 2 1/2 klst daglega frá kl 13:30 til 16:00 og fá börnin hressingu sem ekki er greitt fyrir. Matur er í boði fyrir 560 kr á dag sem gerir 11.760 kr á mánuði miðað við 21 dag.

Heildarkostnaður fyrir mánuðinn er þá 11.760 kr. sem er það lægsta sem vitað er um á Vestfjörðum fyrir. vistun 3 klst a dag hressingu og mat. Þó ber að athuga að það munar 1/2 klst í vistuninni sem hún er styttri á Hólmavík en ASÍ miðar við i úttekst sinni á 15 fjölmennustu sveitarfélögunum.  Næstlægstur er kostnaðurinn í Bolungavík 17.745 kr.

DEILA