Söluskálinn Vöttur í Vattarfirði

Það er nokkuð víst að þeir sem óku um Vattarfjörð í kringum 1970 muna eftir söluskála sem þar var.

Þar voru hjónin Hallbjörn Jónsson (1890-1986) og Stefanía Sveinsína Söebech (1897-1980) við afgreiðslu sumarlangt.

Í tímaritinu Breiðfirðingur frá árinu 1978 segir svo:

„Síðustu árin hafa hjónin Stefanía Söebock og Hallbjörn Jónsson frá Vattarnes, gert þar garðinn frægan, ekki með búrekstri heldur með veitingasölu í litlum skúr, sem þau hafa sem sagt reist um þjóðbraut þvera af mikilli framsýni og samhug.

Samhentari og samlyndari hjón eru varla í þessum heimi. Þau koma með farfuglunum á vorin og fara á haustin og mætti segja, að þau yrðu síðustu veitendur í þessari eyðisveit ef þeim endist enn aldur og eilíf æska.“

DEILA