Sindragata 4a : 9 íbúðir seldar

Mynd af framkvæmdunum frá síðasta sumri.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti í síðustu viku tilboð í íbúð 0203 í Sindragötu 4a. verðið er 21,5 milljónir króna. Þá hafa verið seldar 9 íbúðir af þrettán í húsinu.

Þá hefur Heilbrigðisstofnun Vestfjarða óskað er eftir langtíma leigusamningi um eina eða fleiri af smærri íbúðunum í Sindragötu 4a.

Verkinu miðar vel áfram og í lok janúar var búið að greiða 85% af útboðsverkinu sem Vestfirskir verktakar ehf vinna.

Staða verksins var þannig samkvæmt lýsingu á verkfundi:

Langt komið að setja upp innréttingar. Verið að dúkaleggja stigagang og
sameign. Raflagnir langt komnar. Verið að flisaleggja baðherbergi á 3.hæð. Búið að
mála gólf í geymslum. Búið að setja upp bílskúrshurðir. Uppsetning hreinlætistækja
langt komin. Pípari er að setja upp varmaskipti fyrir neysluvatn. Byrjað að setja upp
innihurðir.

DEILA