Pisa : Vestfirðir næstlægstir í læsi á stærðfræði

Talsverður munur er á frammistöðu í læsi á stærðfræði í PISA 2018 eftir landshlutum og nemendur í Reykjavík og nágrenni standa sterkast að vígi. Munur á frammistöðu á höfuðborgarsvæðinu (2036 nemendur, 506 stig) og frammistöðu í öðrum landshlutum (1260 nemendur, 477 stig) er 29 stig, sem er svipaður munur og er á frammistöðu í lesskilningi.

Ef frammistaða í PISA 2018 er borin saman við PISA 2012, þegar læsi á stærðfræði var síðast aðalsvið PISA, má sjá að frammistöðu hrakaði marktækt í einum landshluta: Vesturlandi (mynd 3.10).

Nemendur úr tveimur landshlutum, Reykjavík og Suðurlandi, stóðu sig marktækt betur í læsi á stærðfræði en í síðustu könnun PISA.

Hafa þarf í huga að vegna skipulags og tölfræðilegra eiginleika PISA-könnunarinnar er meiri óvissa í mælingum á frammistöðu í fámennustu landshlutunum (Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi).

Pisa kynnt á Ísafirði

Niðurstöður úr PISA könnun sem gerð var skólaárið 2018-2019 og birtar voru 6. desember sl. Þær voru lagðar fram á fundi fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar í síðustu viku.
Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir niðurstöðum fyrir Ísafjarðarbæ sérstaklega en hefur ekki fengið. Fræðslunefndin óskar eftir rökstuðningi Menntamálastofnunar hvers vegna ekki er hægt að skila Ísafjarðarbæ niðurstöðum úr PISA könnun sem lögð var fyrir nemendur árið 2018 og  bókar  „Ef sveitafélagið á ekki að fá þessar niðurstöður er eðlilegt að velta tilgangi með þátttöku fyrir sér.“