Minni afli í janúar

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í janúar 2020 var 35,8 þúsund tonn sem er 23% minni afli en í janúar í fyrra.

Botnfiskafli dróst saman um tæp 16 þúsund tonn eða 37%. Aukning varð í uppsjávarafla þar sem rúm 6 þúsund tonn af kolmunna veiddust, en enginn kolmunni hafði veiðst í janúar 2019.

Í janúar í ár veiddust 3889 tonn af ýsu og 2654 tonn af ufsa. Í janúar í fyrra veiddust 7414 tonn af ýsu og 5870 tonn af ufsa svo að af þessum tegundum er veiðin um helmingi minni.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá febrúar 2019 til janúar 2020 var 1.038 þúsund tonn sem er 13% minna en fyrir sama tímabil ári áður.

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu Fiskistofu eru bráðabirgðatölur. Þær byggja á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis.

DEILA