Lýðskólinn Flateyri: samingur við ríkið í höfn

Frá undirritun samningsns ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri og Lilja Alferðsdóttir, menntamálaráðherra. Mynd: Marzellíus Sveinbjörnsson.

Menntamálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir kom til Flateyrar í gær og undirritaði samstarfssamning ráðuneytisins við Lýðskólann Flateyri til næsta árs 2021. Með samningnum er starfsemi skólans tryggð út næsta skólaár.

Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri  sagði í samtali við Bæjarins besta að ástæða þess að aðeins var gerður samningur til eins árs væri sú að nýlega væri búið að samþykkja lög um lýðskóla og verið væri að ganga frá viðeigandi reglugerðum sem skilgreindu forsendur þess að lýðskóli geti fengið langtímasamning við Menntamálastofnun með fjárveitingum. Innan fárra mánað getur Lýðskólinn Flateyri lagt  inn umsókn og að fengnu hæfismati verður gerður langtímasamningur.

Skammtímasamningurinn nú væri gerður til þess að brúa bilið fram að því. Ingibjörg var mjög ánægð með framtak menntamálaráðherra og sagði að í því fælist stuðningur um áframhaldandi samstarf. Mikil ánægja er við Lýðskólann með samninginn.

DEILA