Kynning á nýrri ferðamannaleið

Föstudaginn 21. febrúar n.k. munu Vestfjarðastofa og Vesturlandsstofa kynna nafn og merki nýrrar ferðamannaleiðar sem unnið er að þróun á.

Leiðin hefur gengið undir vinnuheitinu Hringvegur 2 en ljóst er að það verður ekki endanlegt nafn leiðarinnar.
Unnið hefur verið með ráðgjafafyrirtækinu Cohn & Wolfe og mun Ingvar Örn Ingvarsson kynna niðurstöðu vinnunnar.
Díana Jóhannsdóttir frá Vestfjarðastofu mun einnig fara yfir næstu skref í vinnunni framundan.

Fundurinn verður á Ísafirði, en einnig verður hann sýndur á Hólmavík, Partrekstfirði og í Búðardal. Þar geta ferðaþjónar og aðrir hagsmunaaðilar komið saman ásamt verkefnastjórum Vestfjarða/Vesturlandsstofu og hlustað á kynninguna, eftir kynninguna verður opnað fyrir sameiginlegar umræður.

Fundirnir eru á föstudaginn 21. febrúar frá 13:00-15:00

Ísafjörður – Skrifstofa Vestfjarðastofu, Árnagata 2-3
Patreksfjörður – Ólafshús
Hólmavík – Hnyðja
Búðardalur – Stjórnsýsluhúsinu

DEILA