Krabbameinsleit fari fram á tilteknum heilbrigðisstofnunum

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið færa leit að krabbameini í brjósti og leghálsi frá Krabbameinsfélagi Íslands til opinberra stofnana, tiltekinna heilsugæslustöðva, Landspítalans og Sjúkrahúss Akureyrar. Um er að ræða annars vegar skimun fyrir leghálskrabbameini og hins vegar leit að brjóstakrabbameini.

Halla Signý Kristjánsdóttir tók málið upp á Alþingi á mánudaginn. Í máli sínu sagði Halla Signý :

„Konum hér á landi stendur til boða að taka þátt í skipulegri skimun fyrir krabbameini í leghálsi á þriggja ára fresti. Það þarf ekki að fjölyrða um hversu mikilvæg regluleg mæting og öflugt eftirlit er, enda er það staðreynd að frá því að skimun hófst hér á landi árið 1964 hefur nýgengi krabbameins í leghálsi lækkað um 70% og dánartíðni um 90%. Skimun fyrir brjóstakrabbameini hófst árið 1988.

Konur eru nokkuð duglegar að mæta í skimun og skilar það sér í lægri dánartíðni kvenna með brjósta- og leghálskrabbamein. Krabbameinsfélagið hefur verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands um framkvæmd á skimun. Krabbameinsfélagið hefur staðið fyrir hvatningu til kvenna til að mæta í leit og einnig hefur félagið ferðast um landið og boðið upp á leit á nokkrum stöðum í hverju heilbrigðisumdæmi hringinn í kringum landið. Þrátt fyrir þetta hefur mæting í leit ekki verið ásættanleg en það er talið að þátttakan sé viðunandi ef hún er yfir 70% og helst yfir 85% en þátttakan hefur minnkað sl. ár og er komin undir 70%.“

Halla Signý sagði að miklu skipti að ekki falli niður reynsla og þekking sem byggst hefur upp hjá Krabbameinsfélaginu og að nokkur óvissa hafi verið um hvernig staðið verði að krabbameinsleit um landið og lagði fyrir ráðherranneftifarandi spurningar:

  1. Er gert ráð fyrir að allar heilsugæslustöðvar á landinu skimi fyrir leghálskrabbameini? Ef svo er, hvaða fagaðilar munu bera ábyrgð á skimuninni? (er það heimilislæknir eða ljósmæður?)
  2. Eru uppi áform um að skima fyrir brjóstakrabbameini á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri? Ef svo er, hvaða rök eru fyrir því?
  3. Verður skimunin með öllu gjaldfrjáls?
  4. Er gert ráð fyrir að konur verði áfram kallaðar inn til skimunar eins og tíðkast í núverandi fyrirkomulagi?

Í svörum ráðherra kom fram að  tillögurnar væru byggðar á ráðgjöf skimunarráðs landlæknis og tækju gildi á næstu ári. En ráðherra hefur það í sínum höndum að útfæra útfærslu og staðsetningu skimana nánar og sagðist huga að gæðum, öryggi og aðgengi þessar þjónustu.

Heilbrigðisráðherra benti á að 40% sýnataka vegna skimunar á leghálskrabbameina fara þegar fram hjá kvensjúkdómslæknum í dag og kvaðst ekki eiga von á breytingum á því hlutfalli.

Svandís Svavarsdóttir sagði að gert væri ráð fyrir að  boðið yrði upp á skimun á tilteknum heilsugæslustöðum í öllum heilbrigðisumdæmum i landinu.

Hvað  skimun fyrir brjóstakrabbameini, varðaði væri gert ráð fyrir að Landsspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri hafi yfirumsjón með því. Landsspítalinn hefur nú umsjón með rannsóknum vegna afbrigða sem koma fram við skimun og verður það áfram og sérskoðun brjósta og sér SAK um það einnig að hluta.  Því var breytt að beiðni Krabbameinsfélags Íslands vegna skorts á sérhæfðu starfsfólki.

Ráðherra kvaðst myndu skoða leiðir til að koma kostnaði við skimun inn í greiðsluþátttökukerfið.

Tveir alþingismenn tóku til máls og gætti gagnrýni í máli þeirra á ákvörðun heibrigðisráðherra. Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokki furðaði sig á breytingunni og sagði að skýringar skorti.

Líneik Anna Sævarsdóttir, Framsóknarflokki sagði að miklar spurningar og óvissa væru uppi um boðaðar breytingar.