Karfan: Vestri vann Selfoss 81:60

Karlalið Vestra vann á mánudagskvöldið góðan sigur á Selfossi í 1. deildinni í körfuknattleik. Vestri var með 6 stiga forystu í leikhléi og jók forystuna um fimm stig í þriðja leikhluta. Það var svo í lokaleikhlutanum sem tryggði sér öruggan sigur með því að vinna hann með 10 stiga mun.

Nebojsa Knezevic var stigahæstur í liði Vestra með 18 stig. Toni Jelenkovic gerði 16 stig,. Þeir Nemanja Knezevic og Matic Macek gerður 15 stig hvor.

Vestri er nú í 4. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 16 leiki og á tvo leiki til góða á liðin þrjú fyrir ofan. Höttur og Hamar hafa 32 stig og Breiðablik eru með 30 stig í þriðja sæti. Selfoss er í 6. sæti deildarinnar með 12 stig eftir leikinn.

DEILA