Ísafjörður: Messukaffi á konudaginn

Sóknarpresturinn skorar á karla í Ísafjarðarsókn að koma með köku til messu á konudaginn klukkan ellefu svo að við karlarnir í söfnuðinum getum boðið konunum upp á köku og kaffi í tilefni dagsins.

Skilyrði er að kakan sé bökuð af karli en hvorki keypt né gerð af konuhöndum.
Kirkjuvörðurinn hellir upp á kaffi.

Nú er að sjá hverjir taka til hendinni við kökubakstur og er ekki að efa að margir muni sækja messu á næsta sunnudag.
Þetta verður spennandi því búast má við hörku keppni um það hver kemur með fallegustu og bestu kökuna.

DEILA